Hús Jackie Kennedy auglýst á rúma 3 milljarða

Jackie Kennedy og eignin í Georgetown.
Jackie Kennedy og eignin í Georgetown. Samsett mynd

Líf og arfleið hinnar mögnuðu Jackie Kennedy Onassis, betur þekkt sem Jackie O, vekur enn þann dag í dag gífurlegan áhuga hjá fólki víðs vegar um heim. Það kemur eflaust því engum á óvart þegar dánarbú þessa mikla átrúnaðargoðs var auglýst til sölu um síðastliðna helgi, þá var fólk ekki lengi að taka eftir því. 

Þessi sannkallaða tignarlega eign sem var í eigu fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, inniheldur bæði 13 svefnherbergi og baðherbergi. Hún er auglýst á 26,5 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmum þremur milljörðum íslenskra króna.

Ef þetta sannkallaða sögulega heimili selst á ásettu verði þá eru það dýrustu húsnæðisviðskipti í sögu Washington samvæmt fasteignasalanum, Jonathan Taylor. 

Jackie Kennedy keypti húsið einungis viku eftir að eiginmaður hennar, John F. Kennedy Bandaríkjaforseti, var drepinn árið 1963. Hún keypti eignina á $195.000 eða um 27 milljónir.

Fyrrum forsetafrúin keypti þó einungis hluta af húsinu eins og það þekkist í dag en upprunalega var eignin þrjú aðskild heimili. 

Húsið var byggt árið 1794 og hafa nokkrir áberandi Bandaríkjamenn kallað húsið heimili en þar má meðal annars nefna Thomas Beall, sem var annar borgarstjóri Georgetown og fyrrverandi Ungfrú Ameríka, Yolande Fox. 

Húsið er talið eitt af þeim mikilsverðustu í Georgetown. Það státar af hágæða hönnun og innréttingum en heldur þó í sögulegan glæsileika sinn. 

„Nærvera þess er mjög hrífandi“, sagði Taylor um eignina. „Það er staðsett uppi á hæð og fær sólarljós allan daginn. Þetta er í raun töfrandi. Það er ekki annað hægt en að stoppa og horfa upp á það“. 

Boston Globe

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál