Anna og Elfar selja 400 milljóna Manfreðshús

Anna María Pitt og Elfar Aðalsteinsson.
Anna María Pitt og Elfar Aðalsteinsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Anna María Pitt og Elfar Aðalsteinsson hafa sett glæsihús sitt við Blikanes í Arnarnesi á sölu. Húsið er 467 fm að stærð og var það byggt 1973. Húsið er hannað af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt en hönnun hans er svipsterk og eftirsótt.

Húsið er steinsteypt með grófum rákuðum útveggjum. Stórir gluggar, panilklæddir veggir og einstakar innréttingar prýða húsið. 

Ekki skemmir svo innbúið fyrir en Anna María og Elfar hafa lag á því að gera fallegt í kringum sig. Árið 2017 settu þau einbýlishús sitt við Skildinganes 17 á sölu eins og fram kom í fréttum á þeim tíma. 

Elfar er kvikmyndaframleiðandi en hans nýjasta mynd, Sumarljós og svo kemur nóttin hefur tekið á móti fjölmörgum verðlaunum. Anna María leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. 

Af fasteignavef mbl.is: Blikanes 21

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál