Arnar og Brynja selja glæsiíbúð í 101 Reykjavík

Arnar Már Davíðsson og Brynja Guðmundsdóttir hafa sett glæsiíbúð sína …
Arnar Már Davíðsson og Brynja Guðmundsdóttir hafa sett glæsiíbúð sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Samsett mynd

Arnar Már Davíðsson, stofnandi Ketchup Creative, og Brynja Guðmundsdóttir, fyrirsæta og leikkona, hafa sett glæsilega íbúð sína við Njarðargötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu. 

Íbúðin, sem er á tveimur hæðum, er 92 fm að stærð og er staðsett í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1926. Þau Arnar og Brynja hafa innréttað eignina á sérlega sjarmerandi máta þar sem fallegir litir og skemmtileg form mætast og skapa skemmtilega stemningu. 

Eldhús og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með stórum gluggum. Í eldhúsinu er glæsileg innrétting úr við með skápafrontum frá Haf Studio, en viðurinn setur sterkan svip á rýmið og tónar fallega við ljósa Macaubas-kvartsít borðplötuna.

Klassísk hönnun og falleg litapalletta

Í borðstofunni fær ljós eik að njóta sín í borði og stólum, en glöggir hönnunarunnendur kannast vel við Y stólana sem hinn danski Hans J. Wegner hannaði fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949 – enda algjör klassík.

Frá borðstofu er gengið inn í samliggjandi stofu og sjónvarpsstofu. Mjúkar og ávalar línur bleika sófans til móts við skarpar línur í ljósu Travertín-sófaborði frá danska hönnunarmerkinu Ferm Living gefa rýminu hlýju og karakter. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Njarðargata 29

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál