Sigmundur Ernir og Elín selja 130 milljóna íbúð

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir hafa komið sér vel …
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir hafa komið sér vel fyrir á Laufásveginum. Samsett mynd

Hjónin Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, og Elín Sveinsdóttir sjónvarpsframleiðandi hafa sett huggulega hæð og ris í miðbænum á sölu. Íbúðin er á Laufásvegi og er 110 fermetrar. Ásett verð er 130 milljónir. 

Íbúðin er öll hin glæsilegasta en hún er í húsi sem var byggt árið 1915. Útsýni er út á Tjörnina úr eldhúsinu. Eldhús, borðstofa og stofa er í opnu og björtu nýuppgerðu rými.

Það er augljóst að þau Sigmundur Ernir og Elín kunna að meta gamla muni og fallega list en í íbúðinni er að finna einstaklega fallega muni. Sigmundur Ernir er þekktur fyrir smekklegan fatastíl og gengur gjarnan með hatt, hattarnir hans að njóta sín í forstofunni. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Laufásvegur 8

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál