Draumaeldhús með trylltu útsýni vekur athygli

Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta.
Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta. Samsett mynd

Við Kvíslartungu í Mosfellsbæ er að finna 240 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2008. Mikil lofthæð og stórir gluggar gefa eigninni mikinn glæsibrag. 

Á fyrstu hæð er að finna sannkallað draumaeldhús með trylltu útsýni. Eldhúsið er einkar rúmgott með góðu vinnu- og skápaplássi. Fallegar grátóna flísar gefa rýminu mikinn glæsibrag og tóna fallega við græna veggina og ljósa innréttinguna.

Í eldhúsinu eru gluggar á þrjá vegu sem veita stórkostlegt útsýni yfir náttúruna í kring og setja án efa puntkinn yfir i-ið. 

Trylltur garður með pottum og saunu

Borðstofan er björt og rúmgóð með stórum gólfsíðum gluggum. Græni liturinn á veggjunum býr til hlýlega stemningu í rýminu þar sem fallegir húsmunir sjást í hverju horni.

Frá borðstofunni er útgengt í flottan bakgarð til suðurs með fallegu útsýni. Þar er að finna bæði heitan og kaldan pott ásamt 9 fm garðhúsi með saunu og sturtu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kvíslartunga 60

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál