Er þetta fallegasta bensínstöð í heimi?

Skovs­ho­ved-bens­ín­stöðin er staðsett í sam­nefnd­um bæ í Dan­mörku.
Skovs­ho­ved-bens­ín­stöðin er staðsett í sam­nefnd­um bæ í Dan­mörku. Ljósmynd/Wikipedia.org/Jens Cederskjold

Danski arkitektinn og hönnuðurinn, Arne Jacobsen, er meðal þekktustu hönnuða Danmerkur. Hann er líklega hve þekktastur fyrir að hanna Eggið, Sjöuna og Svaninn, stóla sem prýða mörg falleg íslensk heimili. En vissir þú að Jacobsen hannaði líka eina fegurstu bensínstöð heims?

Þegar við hugsum um arkitektúr og hönnun þá eru bensínstöðvar líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í huga okkar. Flest tengjum við bensínstöðvar við það að taka bensín og eyða pening, stundum meiri en við viljum. 

Skovshoved-bensínstöðin er staðsett í samnefndum bæ í Danmörku. Stöðina hannaði Jacobssen og var hún fyrst opnuð árið 1936. Þegar hanna á bensínstöðvar þarf notagildi að vera í forgrunni, en hins vegar má ekki gleyma því að falleg hönnun og fagurfræði getur gert upplifun viðskiptavina skemmtilegri. 

Hönnuð í funkisstíl

Með hagnýtingu að leiðarljósi hannaði Jacobsen bensínstöðina í funkisstíl sem var allsráðandi á þessum tíma. Að utan einkennis byggingin af sporöskjulaga skýli sem er þekkt sem „sveppurinn“ og veitir viðskiptavinum skjól á daginn og góða lýsingu á nóttinni. 

Hönnunin er í senn stílhrein og einföld um leið og hún gleður augað. Hinar tímalausu og klassísku „subway-flísar“ prýða bygginguna að utan, en þeim er þó ekki raðað á hinn hefðbundna lárétta hátt heldur snúa þær upp og mynda skemmtilegt mynstur. 

Í dag eru dælurnar og „sveppurinn“ enn notað sem bensínstöð á meðan byggingunni hefur nú verið breytt í flotta ísbúð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál