101 fm í 102 með geggjaðri sólstofu

Eignin er 101 fm að stærð og státar af tveimur …
Eignin er 101 fm að stærð og státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Samsett mynd

Við Bauganes í Reykjavík er að finna skemmtilega skipulagða og bjarta 101 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1991.

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými. Í eldhúsi er hvítlökkuð innrétting með fallegum og stílhreinum skápafrontum og stórri eldhúseyju. Í borðstofu má sjá fallegt hönnunarljós úr smiðju hins sænska Hans-Agne Jakobsson sem gefur hlýja birtu frá sér. 

Skemmtileg litapalletta

Litapalletta íbúðarinnar er mild og hlýleg. Jarðtónar eru í aðalhlutverki en skemmtilegir litir fá að njóta sín inn á milli í málverkum og húsmunum. 

Frá stofu er gengið niður eitt þrep í bjartan sólskála með innfelldri lýsingu. Þaðan er útgengt út í garð, en fyrir framan húsið er timburverönd.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Bauganes 39

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál