Baldur selur útsýnishúsið

Baldur Björnsson er mikill bíladellukarl. Nú er húsið komið á …
Baldur Björnsson er mikill bíladellukarl. Nú er húsið komið á sölu. mbl.is/Árni Sæberg

Baldur Björnsson, sem er oft kenndur við Múrbúðina, er búinn að setja glæsilegt einbýlishús sitt og eiginkonu sinnar, Matthildar Guðbrandsdóttur, á sölu. Húsið er staðsett á sérstökum útsýnisstað í Breiðholtinu eða við Rituhóla. Húsið er 321 fm að stærð og var byggt 1978.

Í húsinu eru vandaðar innréttingar. Í eldhúsinu er innrétting með stálhurðum, eikarhurðum og hvítum sprautulökkuðum hurðum. Yfir helluborðinu er kassalaga háfur sem hangir niður úr loftinu. Eldhúsið tengist borðstofu og stofu en í þeim rýmum er hátt til lofts og vítt til veggja. 

Baldur og Matthildur eru fagurkerar fram í fingurgóma en á heimili þeirra er að finna klassíska hönnun í bland við falleg listaverk. Í stofunni setur Arco-lampinn svip sinn á stofuna ásamt svörtum leðurstólum frá Le Corbusier. Í húsinu er líka að finna Red Blue Chair sem Gerrit Rietveld hannaði 1970. 

Baldur er þó ekki bara smekkmaður þegar kemur að húsmunum því hann er mikill bíladellukarl eins og kom fram í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. 

Af fasteignavef mbl.is: Rituhólar 9

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál