Hönnunarhöll Guðrúnar Ólafar við Látraströnd komin á sölu

Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir er einstakur fagurkeri.
Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir er einstakur fagurkeri. Ljósmynd/Samsett

Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir prjónasérfræðingur og Kristján Kaj Brooks hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi á sölu. Húsið er 269 fm að stærð og var byggt 1978. Húsið hefur verið endurnýjað mikið á einstaklega smekklegan hátt. 

Í eldhúsinu er stór og myndarleg innrétting með dökkum viðarhurðum. Í eldhúsinu er langur gluggi sem hleypir mikilli birtu inn. Stór eyja rammar inn eldhúsið en hún er klædd með hnausþykkum marmara sem rammar rýmið inn. Hátt er til lofts og vítt til veggja. 

Baðherbergin í húsinu eru í takt við eldhúsið en þar eru samskonar innréttingar og í eldhúsinu. Flísar á gólfum og veggjum passa vel saman. 

Eins og sjá má á myndunum á fasteignavef mbl.is er húsið sérlega fallegt og vel heppnað. 

Af fasteignavef mbl.is: Látraströnd 5

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál