Smálánakóngur kaupir sambýli á 165 milljónir

Skorri Rafn Rafnsson er forstjóri ALVA Capital ehf. sem hefur …
Skorri Rafn Rafnsson er forstjóri ALVA Capital ehf. sem hefur fest kaup á Byggðarenda 6. Ljósmynd/Samsett

Í byrjun árs var 332 fm einbýli við Byggðarenda í 108 Reykjavík auglýst til sölu. Um er að ræða hús sem byggt var 1973. Þegar húsið fór á sölu var búið að hólfa það niður í sjö íbúða einingar og var það skráð sem sambýli. 

Nýr eigandi hússins er ALVA Capital ehf. en eigandi þess og forstjóri er Skorri Rafn Rafnsson. Hann keypti húsið af Félagsbústöðum hf. Gildandi fasteignamat hússins er rúmar 140 milljónir en félag Skorra greiddi 165 milljónir fyrir húsið.

Skorri Rafn hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann rak um tíma Netgíró, bland.is, hun.is, sport.is og 433.is en árið 2021 seldi hann Netgíró til Kviku banka. Á heimasíðu ALVA Capital kemur fram að hann hafi verið framkvæmdastjóri stærstu netverslunar á Íslandi. 

„Skorri er reyndur viðskiptafjárfestir sem getur tekið sprotafyrirtæki og umbreytt þeim í farsæl og blómleg fyrirtæki,“ segir á heimsíðu félagins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál