Óreiðan ryður sér til rúms á heimilinu

Ólík mynstur og fjölbreyttir litir eru það helsta sem einkenna …
Ólík mynstur og fjölbreyttir litir eru það helsta sem einkenna strauma dagsins í dag. Skjáskot/Instagram

Naumhyggjan er á undanhaldi ef marka má strauma og stefnur innanhússhönnunar. Óreiðan er að ryðja sér til rúms og þá gildir reglan að meira er í raun meira.

„Heimsfaraldurinn hefur fengið fólk til þess að endurskoða nærumhverfi sitt. Fólk endurnýjaði ekki bara kynni sín af margvíslegum heimagöllum heldur endurskoðaði um leið heimilið að innan. Nú gegna svæði heimilisins margvíslegum hlutverkum, stofan er stundum bæði eldhús og skrifstofa. Heimilið er í senn friðsælt en þar er líka erill. Sumir hafa farið þá leið að grynnka á draslinu en aðrir hafa valið að umkringja sig hlutum sem þeim þykir vænt um,“ segir í grein BBC.

Fólk vill upplifa öryggistilfinningu. Líkt og það sé umvafið ást …
Fólk vill upplifa öryggistilfinningu. Líkt og það sé umvafið ást og bómull. Skjáskot/Instagram

„Við viljum upplifa öryggi og þægindi. Við viljum vera vernduð og viljum því búa til heimili sem myndar eins konar skel utan um okkur. Myllumerkið #cluttercore er gríðarlega vinsælt þessa dagana sem bendir til þess að loks er komin tíska sem fagnar óreiðunni og skorar naumhyggjuna á hólm,“ segir Jennifer Howard, höfundur bókarinnar Clutter: An Untidy History

Þetta þýðir þó ekki að fólk megi slá slöku við og leyfa pítsukössunum að hrannast upp. Það þarf að ígrunda vel óreiðu-útlitið enda er þetta er skapandi óreiða. Ólíkir litir og mynstur raðast til dæmis saman á úthugsaðan hátt. 

Eldhúsið er stundum líka skrifstofa og stofa.
Eldhúsið er stundum líka skrifstofa og stofa. Skjáskot/Instagram

„Þetta snýst ekki um að fylla herbergin af ótal hlutum heldur velja það sem maður elskar og elska það sem maður á. Það er eitthvað heillandi að leyfa sér allt mögulegt á heimilinu þegar lífið er orðið frekar sterílt alls staðar annars staðar.“

Listamanninum Juanjo Fuentes finnst dásamlegt að sanka að sér skrautlegum munum og hafa þá til sýnis á heimilinu. 

„Ég finn þessa hluti á flóamörkuðum og hef alltaf verið sá sem geymir alla gripi fjölskyldunnar. Þá eru vinir mínir duglegir við að gefa mér sína hluti sem þeir hafa erft frá sínum ættingjum. Þau eru mun minímalískari en ég,“ segir Fuentes.

Heimili listamannsins Juanjo Fuentes er skemmtilegt.
Heimili listamannsins Juanjo Fuentes er skemmtilegt. Skjáskot/Instagram



Hér ægir öllu saman á líflegan hátt.
Hér ægir öllu saman á líflegan hátt. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál