Grímur selur Funkis-höllina

Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi selur húsið.
Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi selur húsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grímur Garðarsson, eigandi Bestseller á Íslandi, hefur sett glæsilegt hús sitt á sölu. Um er að ræða 384 fm einbýli sem byggt var 1930. Húsið er byggt í svokölluðum Funkis-stíl og er á þremur hæðum. Á efstu hæðinni eru þaksvalir sem státa af útsýni yfir Reykjavík.

Fasteignamat hússins er 233.600.000 kr. en óskað er eftir tilboði í það. 

Félag Gríms, Sonja ehf., er skráður eigandi hússins. 

Húsið er smekklega innréttað. Marmari, reyklitaðir speglar og súkkulaðibrúnt parket setja svip sinn á heimilið. Eldhúsið er opið inn í stofu og þar eru að finna dökkar viðarinnréttingar og stóran tanga úr marmara. Fyrir ofan eyjuna er Elica-háfur. Á eldhúsgólfinu eru hvítar og svartar flísar sem tóna vel við annan efnivið. 

Í húsinu, sem er íburðarmikið, má finna nokkrar kistalsljósakrónur sem setja svip sinn á rýmið. Húsið var endurnýjað mikið 2020 og er eitursvalt að innan og utan eins og sjá má á myndum fasteignavefs mbl.is. 

Af fasteignavef mbl.is: Sjafnargata 14

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál