Ari og Tinna búa bæði mjög vel

Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir búa vel.
Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir búa vel. Ljósmynd/Samsett

Fréttir bárust af því í vikunni að einn fyndnasti maður landsins, Ari Eldjárn, væri kominn með kærustu upp á arminn. Það var orðið tímabært því hann og Linda Guðrún Karlsdóttir fóru í sitthvora áttina síðasta haust. Ari gerði grín að því í Áramótaskopi sínu, sem er uppistandssýning, að fólk væri ekki farið raunverulega í sitthvora áttina fyrr en Smartland hefði greint frá því. Brandarinn vakti að sjálfsögðu kátínu á meðal uppistandsgesta. Hann sagði líka frá því hvað það væri ömurlegt að vera á djamminu að leita að ást og þurfa að burðast með búnað með sér - hann hefði nefnilega greinst með kæfisvefn sem gæti hugsanlega virkað fráhrindandi á konur. Góðu fréttirnar eru að það virðist ekki hafa truflað Tinnu Brá Baldvinsdóttur neitt. 

Árið 2017 festu Ari og Linda kaup á einni eigulegustu íbúð Seltjarnarness. Um er að ræða efri hæð, 174 fm, sem er í tvíbýlishúsi sem byggt var 1962. Hann býr núna í íbúðinni.

Það er því augljóst að það er ekki bara húmor og skemmtilegheit sem sameina þetta par heldur góður smekkur. Tinna Brá býr nefnilega líka vel eins og gestir Heimilislífs komust að raunum um fyrir um tveimur árum. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál