Edda og Ríkharður keyptu 500 fm glæsihús

Edda Hermannsdóttir og Ríkharður Daðason eru hér með börnum sínum. …
Edda Hermannsdóttir og Ríkharður Daðason eru hér með börnum sínum. Á myndina vantar yngsta soninn. Ljósmynd/Íris Dögg

Hjónin Edda Hermannsdóttir, markaðs-og samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason fjárfestir hafa fest kaup á glæsilegu húsi á Seltjarnarnesi.

Um er að ræða 500 fm hús við Bakkavör á Seltjarnarnesi. Húsið var byggt 1990 og er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið stendur innst í botnlanga og er sérlega vandað og glæsilegt. Þar er til að mynda gegnheilt parket á gólfum og flísar frá Versace. Allir gluggar hússins eru úr harðviði. 

Húsið er á tveimur hæðum og stendur á rúmlega þúsund fermetra eignarlóð. Það mun án efa fara vel um Eddu, Ríkharð og fjölskyldu í húsinu en samtals eiga þau fjögur börn og því nóg pláss fyrir alla. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýja heimilið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál