Nútímaleg hönnunarparadís með sjávarútsýni

Samsett mynd

Við Hallgerðargötu í Reykjavík er að finna sjarmerandi 142 fm íbúð á fyrstu hæð í skemmtilegu fjölbýli sem reist var árið 2020. Ásett verð er 122,9 milljónir króna.

Íbúðin hefur verið innréttuð á afar fallegan máta þar sem klassísk sköpunarverk heimsþekktra hönnuða gleðja augað. Notaleg og mjúk litapalletta flæðir í gegnum íbúðina þar sem einstaka litir í björtum tónum skapa skemmtilega stemningu og karakter.

Hönnunarljós sem gleðja augað

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi í björtu og rúmgóðu alrými. Gólfsíðir gluggar hleypa mikilli birtu inn og veita fallegt útsýni til sjávar. Í rýminu má sjá fallega hönnun í hverju horni.

Þar má meðal annars nefna falleg loftljós sem setja sterkan svip á rýmið, hina klassísku Sjöu úr smiðju Arne Jacobsen og N701 sófann eftir Jacques Deneef.

Íbúðin státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þar af er glæsileg hjónasvíta með opnu fataherbergi og sérbaðherbergi. Gólfsíðir gluggar gefa hjónasvítunni mikinn glæsibrag.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hallgerðargata 5

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál