Hvernig má ná franska stílnum á heimilinu?

Morgane Sezalory í eldhúsinu sínu.
Morgane Sezalory í eldhúsinu sínu. Skjáskot/Instagram

Morgane Sezalory stofnaði fatamerkið Sézane og beinir nú sjónum sínum að innanhússhönnun með nýrri heimilislínu undir merkinu Les Composantes. Hún segir auðvelt að fanga franskt andrúmsloft inni á heimilum með því að notast við til dæmis við kerti, lampa, púða og teppi.

„Það þarf að blanda þessu öllu saman til þess að skapa eigin stíl,“ segir Sezalory sem fer oft á markaði til þess að finna einstaka hluti sem fanga sjarma liðins tíma. Það er líka kostur hversu umhverfisvænt það er að kaupa notaða hluti. Allt á heimili mínu er meira eða minna notað en ég vil að heimilisfólkinu líði eins og heimilið sé einstakt og hlýlegt.“

Sezalory segist vera í uppreisn gegn einsleitninni sem maður finnur á samfélagsmiðlum. „Alls staðar í heiminum er fólk með allt eins heima hjá sér. Sami liturinn og sama hönnunin. Það vantar allan persónuleika í þetta.“

Morgane Sezalory býr í París ásamt börnunum sínum og eiginmanni.
Morgane Sezalory býr í París ásamt börnunum sínum og eiginmanni. Skjáskot/Instagram

5 ráð til að fanga franska stílinn

1. Farðu á markaði og finndu eitthvað notað

„Þar er margt fallegt að finna og ekkert kostar of mikið. Ég reyni alltaf að prútta örlítið. Svo má maður ekki hræðast að kaupa stóra og valdsmannslega hluti. Mínir uppáhaldsgripir eru til dæmis skrifborð og bókahilla sem ég fann í lítilli franskri búð.“

2. Það er líka í lagi að kaupa nýtt

„Það er til dæmis stundum nauðsynlegt að kaupa sér nýtt rúm. Notuð rúm geta verið óþægileg. Sófar eru líka dæmi um það sem getur verið gott að kaupa nýtt. Sófi þarf að vera þægilegur og staður þar sem maður getur hvílt sig með góða bók.“

3. Hugaðu að smáhlutum

„Ekki gleyma að huga að litlu hlutunum sem geta skapað skemmtilegt og hlýlegt andrúmsloft. Treystu á innsæið og veldu hluti sem gera þig hamingjusama/n.“

4. Veldu liti

„Það er mikill misskilningur að Frakkar forðist liti innandyra. Litir gleðja okkur og geta gert heilmikið fyrir rýmið ef litasamsetningin er vönduð.“

5. Blandaðu saman ólíkum stefnum og stílum

„Það gerir rýmið hlýlegt að blanda saman stefnum og stílum. Veldu til dæmis hluti sem hafa verið lengi innan fjölskyldunar og hafðu þá með nýrri hlutum. Ekki hugsa of mikið um að allt verði að vera í stíl.“

View this post on Instagram

A post shared by Sézane (@sezane)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál