Viktoría hannaði glæsiíbúð föður síns

Viktoría Hrund Kjartansdóttir er með BA í arkitektúr.
Viktoría Hrund Kjartansdóttir er með BA í arkitektúr.

Viktoría Kjartansdóttir hannaði glæsilega íbúð við Kolagötu. Íbúðina hannaði hún fyrir föður sinn, Kjartan Pál Guðmundsson en sjálf er hún með BA í arkitektúr. Íbúðin er 232 fm að stærð og er á efstu hæð hússins sem er hjarta miðbæjar Reykjavíkur. 

Dökkar innréttingar setja svip sinn á íbúðina en þær er að finna í eldhúsinu en líka í innihurðum á baðherbergjum í klæðningum sem sjást víða í íbúðinni. Til dæmis inni í hjónaherbergi. Það er því ekki hægt að segja að allt sé út um allt í íbúðinni heldur er sterkur og heildrænn svipur á verkinu. 

Stofa og eldhús tengjast og setur einstaklega glæsilegur marmari svip sinn á eyjuna í eldhúsinu og líka á rýmið í kringum vaskinn í eldhúsinu. Á gólfunum í eldhúsinu eru sandlitaðar flísar. 

Eins og sjá má á myndunum á fasteignavef mbl.is er heildarmyndin falleg og eiguleg. 

Af fasteignavef mbl.is: Kolagata 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál