Flottasta fagurbláa eldhúsið í Fossvoginum

Eignin hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta.
Eignin hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta. Samsett mynd

Við Kelduland í Fossvoginum er að finna sjarmerandi 86 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1970. Eignin hefur verið innréttuð á skemmtilegan máta þar sem fallegir litir og form fanga augað.

Í rúmgóðu eldhúsi er fagurblá eldhúsinnrétting sem gefur íbúðinni allri skemmtilegan karakter og ferskan blæ. Til móts við bláa litinn hefur terrozzo-mynstri verið komið fyrir á veggnum, en í stað lokaðra efri skápa eru opnar hillur sem gefa rýminu léttara yfirbragð. 

Blái liturinn teygir sig fram

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með stórum glugga, en þaðan er útgengt á svalir til suðurs. Náttúrulegur efniviður er áberandi í húsmununum, en þar kemur blái liturinn einnig til sögunnar í ljósbláum sófa og listaverkum. 

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Þar af er rúmgott hjónaherbergi með góðu skápaplássi og stórum glugga, en þar fær grænn litur að njóta sín á veggjunum. Sami litur er svo notaður að hluta á annað barnaherbergið, en þar má sjá hvernig hægt er að búa til skemmtilega stemningu með því að nota málningu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kelduland 19

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál