229 fm sumarhús við Þingvallavatn vekur athygli

Við Þingvallavatn er að finna glæsilegt 229 fm sumarhús sem …
Við Þingvallavatn er að finna glæsilegt 229 fm sumarhús sem hefur verið innréttað á afar sjarmerandi máta. Samsett mynd

Í landi Nesja við Hestvík er að finna sérlega glæsilegt 229 fm sumarhús á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir Þingvallavatn. Eigninni fylgir gróin 1,15 hektara eignarjörð, veiðiréttur í Þingvallavatni og réttur til að fara með bát út á vatnið niðri við Hestvík. 

Sumarhúsið var reist árið 2020 og hefur verið innréttað á smekklegan máta. Steypuútlit er á gólfi sem er úr svokölluðu microcement og tónar vel við fallegan við á veggjum og í lofti. Náttúruleg áferð og efniviður eru í forgrunni í húsinu ásamt fallegri litapallettu í jarðtónum. 

Innfelld lýsing býr til notalega stemningu

Stofa, eldhús og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu alrými á efri hæð hússins. Inn af stofu er gengið inn í garðstofu um tvöfalt hurðarop með reyklituðu gleri, en þaðan er útgengt út í garð. Í eldhúsinu er falleg sérsmíðuð innrétting og eldhúseyja, en innfelld lýsing spilar þar stórt hlutverk og gefur innréttingunni skemmtilegan karakter. 

Á milli hæða er flottur svartur stigi með innfelldri lýsingu. Alls eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi í sumarhúsinu, þar af er rúmgott baðherbergi með glæsilegri tvöfaldri sturtu og sánu með reyklituðu gleri. Þá gefa innfelld blöndunartæki rýminu mikinn glæsibrag, en stórar gráar flísar í bland við ljósan lit, skapa notalega stemningu.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Fjölskylduhús við Þingvallavatn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál