Þetta eru dýrustu einbýlishúsin á landsbyggðinni

Á landsbyggðinni er fjölbreytt úrval sjarmerandi eigna til sölu.
Á landsbyggðinni er fjölbreytt úrval sjarmerandi eigna til sölu. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval af glæsilegum einbýlishúsum til sölu um allt land. Húsin kosta allt frá 7 milljónum upp í 180 milljónir, en mörgum þeirra fylgir fallegt útsýni og mikill sjarmur. 

Smartland tók saman fimm dýrustu einbýlishúsin á landsbyggðinni allri, en þau eiga það sameiginlegt að vera rúmgóð og tignarleg í fallegu umhverfi. 

Birkiland 14

Við Birkiland í Mývatnssveit er að finna tignarlegt 320 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2011. Mikil náttúrufegurð er allt í kring og útsýnið því magnað. Þá er falleg verönd við húsið með saunu, heitum potti og kolagrilli sem er hlaðið úr hrauni. 

Alls eru fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 180 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Birkiland 14

Eignin er umkringd fallegri náttúru.
Eignin er umkringd fallegri náttúru. Samsett mynd

Kópubraut 34

Við sjávarsíðuna í Njarðvík stendur smekklegt 347 fm einbýlishús á einni hæð, þar af er 49 fm bílskúr. Húsið var reist árið 2006, en þaðan er glæsilegt útsýni yfir sjóinn. Við eignina er afgirt verönd með saunaklefa og heitum pott. 

Alls eru fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 159,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kópubraut 34

Eignin er staðsett við sjávarsíðuna með fallegu útsýni.
Eignin er staðsett við sjávarsíðuna með fallegu útsýni. Samsett mynd

Hrafnabjörg 5

Við Hrafnabjörg á Akureyri er að finna glæsilegt 284 fm einbýlishús á pöllum sem reist var árið 1984. Eignin er afar stílhrein og hefur verið töluvert endurnýjuð, en það er útsýnið út fjörðinn sem setur punktinn yfir i-ið. Á baklóðinni er svo stór verönd með heitum og köldum potti.

Eignin státar af sex svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 156,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hrafnabjörg 5

Eignin er afar stílhrein bæði að innan og utan.
Eignin er afar stílhrein bæði að innan og utan. Samsett mynd

Teigarás 0

Við bæjarmörk Akraness er að finna 283 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 1987. Húsið stendur á 6.510 fm eignarlóð, en inni í fermetrafjölda er 55 fm tvöfaldur bílskúr. Á lóðinni er einnig 120 fm iðnaðarhúsnæði.

Alls eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 142 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Teigarás 0

Frá lóðinni er fallegt útsýni til sjávar og fjalla.
Frá lóðinni er fallegt útsýni til sjávar og fjalla. Samsett mynd

Garðavellir 2

Við Garðavelli á Akranesi er að finna fallegt 206 fm einbýlishús á einni hæð sem reist var árið 2007. Húsið er bjart með gólfsíðum gluggum og mikilli lofthæð. Í kringum húsið er sérlega snyrtileg verönd með heitum pott í suður, en frá eigninni er glæsilegt útsýni yfir Faxaflóann.

Í húsinu eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 135 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Garðavellir 2

Frá eigninni er fallegt útsýni yfir Faxaflóann.
Frá eigninni er fallegt útsýni yfir Faxaflóann. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál