Óvenjuleg eldhúsinnrétting í glæsilegri stúdíóíbúð

Í stúdíóíbúð í Edinborg má sjá skemmtilega lausn á eldhúsaðstöðu.
Í stúdíóíbúð í Edinborg má sjá skemmtilega lausn á eldhúsaðstöðu. Ljósmynd/Airbnb.com

Í Edinborg í Skotlandi er að finna afar sjarmerandi stúdíóíbúð með glæsilegu útsýni yfir borgina. Íbúðin hefur verið vandlega innréttuð á fágaðan máta og óhætt að segja að klassísk hönnun ráði þar ríkjum.

Þótt íbúðin sé ekki stór nýtist rýmið sérlega vel, en þar er fagurfræðin í fullkominni sátt við notagildi. Í björtu alrými með góðri lofthæð er stofa, borðstofa, sérsmíðuð eldhúsinnrétting og hjónarúm. Gólfsíðir franskir gluggar setja svo punktinn yfir i-ið.

Eldhúsið hefur vakið sérstaka athygli, en það hefur verið falið inni í sérsmíðuðum skáp sem stendur í miðri íbúðinni og aðskilur stofu og svefnaðstöðu. Þegar innréttingin er lokuð virðist hún ekki vera neitt annað en fagurblár skápur. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com

„Leynieldhús“ sem slær í gegn

Þegar skápurinn er hins vegar opnaður leynist þar fullbúið eldhús með vaski, uppþvottavél, helluborði, örbylgjuofni, ísskáp með frysti, katli, brauðrist og franskri pressu. Þar að auki eru öll nauðsynleg eldhúsáhöld til staðar, en innréttingin er frábær lausn fyrir smærri rými. 

Ljósmynd/Airbnb.com

Íbúðin er til útleigu á bókunarvef Airbnb, en hún þykir vera í fullkominni stærð fyrir pör sem dreymir um að upplifa lúxus í Edinborg. Nóttin yfir sumartímann kostar 347 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 48 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál