Einn krúttlegasti sumarbústaður landsins

Við Refsholt 4 í Borgarnesi er að finna einn krúttlegasta …
Við Refsholt 4 í Borgarnesi er að finna einn krúttlegasta sumarbústað landsins. Ljósmynd/Samsett

Við Refsholt 4 í Borgarfirði er að finna krúttlegan sumarbústað sem búið er að nostra við. Bústaðurinn er 44 fm að stærð og var byggður 2004. Sumarbústaðurinn er í landi Hálsa í Hálsaskógi við Skorradal. 

Bústaðurinn er fallega innréttaður. Í eldhúsinu er ljósgrá innrétting með viðarborðplötu og líka stálborðplötu. Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými og er pláss fyrir allt sem þarf. Bústaðurinn er málaður í fallegum litum að innan og er timburklæðning hvíttuð að hluta til. Rammar í kringum gluggana eru lakkaðir svartir ásamt innihurðum. Með bústaðnum fylgir gestahús. 

Bústaðurinn er málaður grár að utan og er með svörtum þakkanti og svörtum gluggum. Eins og sjá má á fasteignavef mbl.is er þetta einn krúttlegasti sumarbústaður landsins. 

Af fasteignavef mbl.is: Refsholt 4

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál