Glæsihús með útsýni selt á 257 milljónir

Húsið er við Huldubraut 46 og stendur á einstökum útsýnisstað.
Húsið er við Huldubraut 46 og stendur á einstökum útsýnisstað.

Við Huldubraut í Kópavogi var glæsilegt einbýlishús auglýst til sölu síðasta sumar. Um er að ræða 330 fm einbýli byggt 1992. Ásett verð var 297 milljónir króna. Þegar húsið fór á sölu voru vegg­ir al­rým­is­ins málaðir í fal­leg­um grá­um lit og á gólfunum var hlý­legt par­ket. Á efsta palli húss­ins er stór og björt stofa með fal­leg­um arni og millj­ón króna út­sýni yfir Foss­vog, Öskju­hlíð og Naut­hóls­vík.

Eld­húsið er stórt og opið og draum­ur hvers lista­kokks. Þar er stór eyja með fal­leg­um kvartssteini. Neðri skáp­ar eru dökk­ir en efri skáp­ar hvít­ir og kall­ast vel á.

Nú hefur húsið verið selt á 257.000.000 kr. Nýir eigendur eru Anna Margrét Sigurðardóttir og Gunnþór Björn Ingvason.

Húsið er glæsilegt að innan sem utan.
Húsið er glæsilegt að innan sem utan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál