Grímur og Svanhildur keyptu 575 milljóna einbýli

Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa fest kaup á …
Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa fest kaup á einbýlishúsi við Túngötu 20 í Reykjavík.

Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir hafa fest kaup á 510 fm einbýli við Túngötu í Reykjavík. Félögin Þingholt ehf. og Sumarvegur ehf. eru skráð til helminga fyrir húsinu. Það fyrrnefnda er í eigu Gríms en hið síðara í eigu Svanhildar Nönnu. Fasteignamat hússins er 213.250.000 kr. og fá þau húsið afhent í október. Húsið keyptu þau af Einari S. Gottskálkssyni og Katrínu Arndísi Ásgeirsdóttur. Húsið var ekki auglýst til sölu. 

Á dögunum setti Grímur glæsilegt einbýli sitt á sölu við Sjafnargötu í Reykjavík á sölu. Húsið er byggt 1930 og hefur það verið gert upp á smekklegan máta. 

Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuðu sig í fyrra og ætla að ganga í hjónaband í haust á eyjunni Mallorca. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál