Margrét og Andrés selja raðhúsið

Margrét Júlíana Sigurðardóttir og Andrés Magnússon.
Margrét Júlíana Sigurðardóttir og Andrés Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Júlíana Sigurðardóttir og Andrés Magnússon hafa sett glæsilegt raðhús sitt á sölu. Margrét er framkvæmdastjóri Moombix og Andrés er fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu.

Húsið var byggt 2021 og er 183 fm að stærð. Arnar Þór Jónsson hjá Arkís er aðalarkitekt hússins og er mikið lagt upp úr góðri hönnun. Hljóðvist er sérlega góð og allar innréttingar vandaðar. 

Húsið er byggt úr krosslímdum timbureiningum (CLT) í samstarfi við Element ehf. og framleiddar af KLH Massivholz í Austurríki og unnar úr sjálfbærum evrópskum skógum.
Húsið er loftræst með vélrænni loftræstingu. Um er að ræða umhverfisvænt og heilnæmt hús sérsniðið að þörfum fjölskyldufólks. 

Húsið er í Svansvottunarferli í samstarfi við Umhverfisstofnun og því þurfti að haga bæði hönnun og efnisvali með þeim hætti að kröfur umhverfisvottunar Svansins séu uppfylltar. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki og strangar kröfur vottunarinnar um lágmörkun umhverfisáhrifa eiga tryggja að Svansmerkt vara sé betri fyrir umhverfið og heilsuna án þess að fórna gæðum.  

Heimili Margrétar og Andrésar er smekklega innréttað eins og sést á fasteignavef mbl.is. 

Af fasteignavef mbl.is: Urriðaholtsstræti 44

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál