Uppfærðu heimilið í takt við tímann

Vinsældir náttúrulegra tóna halda áfram, en með hækkandi sól mun …
Vinsældir náttúrulegra tóna halda áfram, en með hækkandi sól mun litagleðin þó gera vart við sig á heimilum landsmanna. Samsett mynd

Að undanförnu hafa ákveðin heimilistrend dúkkað upp á yfirborðið sem öll eiga það sameiginlegt að gleðja augað og gefa heimilinu ferskan blæ.

Nátt­úru­leg­ir tón­ar, efniviður og áferð mun áfram fanga hug og hjörtu land­ans, en með hækk­andi sól hef­ur litagleðin læðst inn á heim­ili lands­manna í aukn­um mæli og gefið þeim skemmti­leg­an karakt­er.

Sterk­ir og kröft­ug­ir lit­ir munu sjást í meiri mæli í sum­ar, þá sér­stak­lega blár, grænn og gul­ur, sem passa sér­lega vel við jarðliti. Mjúk­ar og ával­ar lín­ur hafa verið áber­andi í skraut­mun­um og hús­gögn­um í bland við óhefðbund­in form, en þá hafa mis­mun­andi mynstur einnig heillað land­ann upp úr skón­um. Mar­okkósk mynstur fara þar fremst í flokki, en auk þess má nefna rend­ur, köfl­ótt mynstur og óreglu­leg mynstur, sem gefa hvaða rými sem er sjarma.

Króm hef­ur verið á mik­illi upp­leið í hönn­un­ar­heim­in­um und­an­farna mánuði og mun halda því áfram í sum­ar. Ljós eik verður áfram áber­andi á heim­il­um land­ans og það sama má segja um kalk­máln­ingu, sem hef­ur verið að gera allt vit­laust und­an­farna mánuði.

Borð og stólar úr eik fást í Tekk.
Borð og stólar úr eik fást í Tekk. Ljósmynd/Ethnicraft.com
Stóllinn fæst í Heimili & Hugmyndir og kostar 131.000 kr.
Stóllinn fæst í Heimili & Hugmyndir og kostar 131.000 kr. Ljósmynd/Heimilioghugmyndir.is
Prentverkið fæst í Mikado og kostar 12.990 kr.
Prentverkið fæst í Mikado og kostar 12.990 kr. Ljósmynd/Mikado.store
Vasinn fæst í Epal og kostar 14.950 kr.
Vasinn fæst í Epal og kostar 14.950 kr. Ljósmynd/Epal.is
Marakkósk mynstur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið.
Marakkósk mynstur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Ljósmynd/Tinekhome.com
Sjöan fæst í Epal og kostar 67.500 kr.
Sjöan fæst í Epal og kostar 67.500 kr. Ljósmynd/Epal.is
Snug-kertastjakinn fæst í Mikado og kostar 29.900 kr.
Snug-kertastjakinn fæst í Mikado og kostar 29.900 kr. Ljósmynd/Mikado.store
Hay-teppi fæst í Epal og kostar 15.900 kr.
Hay-teppi fæst í Epal og kostar 15.900 kr. Ljósmynd/Epal.is
Kalkmálning hefur slegið rækilega í gegn.
Kalkmálning hefur slegið rækilega í gegn. Ljósmynd/Airbnb.com
Diskurinn fæst í Epal og kostar 13.900 kr.
Diskurinn fæst í Epal og kostar 13.900 kr. Ljósmynd/Epal.is
Handklæðið fæst í Epal og kostar 12.300 kr.
Handklæðið fæst í Epal og kostar 12.300 kr. Ljósmynd/Epal.is
Drip-kertastjaki fæst í Norr11 og kostar frá 10.499 til 31.990 …
Drip-kertastjaki fæst í Norr11 og kostar frá 10.499 til 31.990 kr. Ljósmynd/Artilleriet.se
Spegillinn fæst í Söstrene Grene og kostar 3.220 kr.
Spegillinn fæst í Söstrene Grene og kostar 3.220 kr. Ljósmynd/Sostrenegrene.is
Blómapotturinn fæst í Fakó og kostar frá 14.990 til 16.990 …
Blómapotturinn fæst í Fakó og kostar frá 14.990 til 16.990 kr. Ljósmynd/Fako.is
Hillan fæst í Epal og kostar 49.900 kr.
Hillan fæst í Epal og kostar 49.900 kr. Ljósmynd/Epal.is
Kaffivélin fæst í Sjöstrand og kostar 59.990 kr.
Kaffivélin fæst í Sjöstrand og kostar 59.990 kr. Ljósmynd/Sjostrand.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál