Rod Stewart vill 10 milljarða fyrir eignina

Glæsilegur gosbrunnur er á lóð hússins.
Glæsilegur gosbrunnur er á lóð hússins. Samsett mynd

Rokkarinn Sir Rod Stewart, 78 ára, hefur sett íburðarmikið hús sitt í Los Angeles á sölu á 70 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 9,7 milljörðum íslenskra króna. Húsið er yfir 3000 fermetrar að stærð, hannað með evrópsku ívafi af Richard Landry og hefur lóðin að geyma gosbrunn, sundlaug og fótboltavöll.

Samkvæmt New York Post, keypti söngvarinn, sem er þekktur fyrir smellina Maggie May, Sailing og Handbags & Gladrags, eignina árið 1991, en hefur ekki haldið til þar undanfarin ár. Stewart keypti stórhýsið á 12,8 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna og mun þar af leiðandi hagnast vel á sölunni.

Í húsinu má meðal annars finna tvær stórar setustofur, bar, eldhús með hvítri marmaraeyju, stórt fölbleikt baðherbergi skreytt ljósakrónu og marmarastyttum og verönd með aðgang frá hjónaherberginu.

Vill eyða síðustu árunum heima

Söngvarinn sem er fæddur og uppalinn í Lundúnum sneri aftur til Englands ásamt þriðju eiginkonu sinni, Penny Lancaster og tveimur sonum þeirra árið 2016. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í bænum Essex, rétt fyrir utan Lundúnir.

Síðustu mánuðir hafa verið Stewart erfiðir en hann missti báða bræður sína, Bob, 88 ára og Don, 94 ára, með stuttu millibili í fyrra og var það mikill harmur fyrir söngvarann. Og fyrr á þessu ári lést einn af bestu vinum söngvarans, gítarleikarinn Jeff Beck. Í kjölfarið ákvað söngvarinn að forgangsraða, einfalda hlutina og finna jafnvægi í lífinu.

Eyddi einni milljón í að flytja járnbrautarlíkan

Ein stærsta vísbendingin um að Stewart væri að yfirgefa Bandaríkin og það fyrir fullt og allt, var þegar hann eyddi yfir einni milljón íslenskra króna í að flytja sitt ástkæra járnbrautarlíkan yfir á heimili sitt í Essex.

Söngvarinn hefur eytt yfir 25 árum í að setja líkanið saman og þykir mjög vænt um það en líkanið er innblásið af Manhattan á fjórða áratugnum. „Ég er að flytja járnbrautarlíkanið mitt frá Ameríku og hingað,“ sagði hann við Mail Online á sunnudag.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál