Félag Ríkharðs keypti hús þeirra Eddu á 270 milljónir

Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir hafa fest kaup á húsi …
Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir hafa fest kaup á húsi við Bakkavör 12. Félag Ríkharðar RD 11 ehf. keypti gamla húsið.

RD 11 ehf. hefur fest kaup á 283,3 fm einbýli við Sunnuveg 33 í Reykjavík. Félagið er í eigu Ríkharðs Daðasonar fyrrverandi fótboltamanns og fjárfestis. Kaupin fóru fram 20. apríl og var húsið afhent félaginu sama dag. Félagið RD 11 ehf. greiddi 270.000.000 kr. fyrir húsið. 

Ríkharður bjó í húsinu ásamt eiginkonu sinni Eddu Hermannsdóttur samskiptastjóra Íslandsbanka. Í desember settu þau húsið á sölu og var fjallað um það á Smartlandi.

Húsið er byggt 1971 og er á tveimur hæðum. Það er vel skipu­lagt fjöl­skyldu­hús og er eld­húsið í hjarta húss­ins. Þar eru hvít­ar sprautulakkaðar inn­rétt­ing­ar í for­grunni og stór eyja spil­ar þar lyk­il­hlut­verk. Eyj­an er klædd að utan með eik og er nátt­úru­steinn á borðplöt­unni. Á gólf­um í stofu og eld­húsi eru flís­ar. 

Á dögunum festu Edda og Ríkharður kaup á húsi við Bakkavör 12 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 500 fm glæsihús sem teiknað var af Kjartani Sveinssyni. Ekki liggur fyrir hvað hjónin greiddu fyrir húsið. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál