Þetta eru dýrustu íbúðirnar á landsbyggðinni

Á listanum eru fimm dýrustu íbúðirnar á landsbyggðinni.
Á listanum eru fimm dýrustu íbúðirnar á landsbyggðinni. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval af íbúðum til sölu um allt land, en þær kosta allt frá 16,5 milljónum upp í 117,9 milljónir.

Smartland tók saman fimm dýrustu íbúðirnar á landsbyggðinni allri, en á listanum má meðal annars sjá glæsilegar þakíbúðir, sjarmerandi útsýnisíbúðir og skemmtilega hönnun.

Hjallalundur 18

Við Hjallalund á Akureyri er til sölu 185 fm þakíbúð með einstöku útsýni í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1987. Borðstofan fangar strax augað með gólfsíðum gluggum á þrjá vegu og marmara á gólfi, en þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir með heitum potti, útisturtu og grillaðstöðu.

Eignin státar af fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 117,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hjallalundur 18

Rúmgóðar útsýnissvalir setja punktinn yfir i-ið.
Rúmgóðar útsýnissvalir setja punktinn yfir i-ið. Samsett mynd

Stillholt 21

Við Stillholt á Akranesi er til sölu 190 fm þakíbúð á 10. hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020. Íbúðin er í senn björt og rúmgóð með aukinni lofthæð, eða um 295 cm. Frá íbúðinni er útgengt á tvær hellulagðar svalir, en á öðrum þeirra eru heitur og kaldur pottur auk útisturtu.

Alls eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi í íbúðinni. Ásett verð er 104,5 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Stillholt 21

Íbúðin er staðsett á 10. hæð, en þaðan er glæsilegt …
Íbúðin er staðsett á 10. hæð, en þaðan er glæsilegt útsýni. Samsett mynd

Hjallalundur 20

Við Hjallalund á Akureyri er einnig til sölu 181 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1989. Í borðstofu er sjarmerandi arinn og gólfsíðir gluggar á þrjá vegu sem hleypa mikilli birtu inn í íbúðina. Þaðan er útgengt á svalir með glæsilegu útsýni. 

Í íbúðinni eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Ásett verð er 103,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hjallalundur 20

Það er fallegt útsýni frá íbúðinni.
Það er fallegt útsýni frá íbúðinni. Samsett mynd

Margrétarhagi 2

Við Margrétarhaga á Akureyri til sölu 148 fm íbúð með sér inngangi í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2019. Eigninni fylgir verönd sem er um 69 fm að stærð og 27 fm bílskúr. 

Íbúðin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 88,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Margrétarhagi 2

Íbúðin er á efri hæð með sér inngangi.
Íbúðin er á efri hæð með sér inngangi. Samsett mynd

Þjóðbraut 1

Við Þjóðbraut á Akranesi er til sölu 142 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2008. Mikil lofthæð og stórir gluggar gefa eigninni skemmtilegt yfirbragð, en hún hefur verið innréttuð á fallegan máta þar sem hrár náttúrulegur efniviður spilar lykilhlutverk. 

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 84,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Þjóðbraut 1

Sjarmerandi eldhús í iðnaðarstíl á Akranesi.
Sjarmerandi eldhús í iðnaðarstíl á Akranesi. Samsett mynd
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál