221 fm þakíbúð í Asparfelli vekur athygli

Þessi perla er til sölu.
Þessi perla er til sölu. Samsett mynd

Við Asparfell í Breiðholti er að finna 221 fm þakíbúð í stóru lyftuhúsi sem reist var 1973. Eignin er sú eina á áttundu og efstu hæð blokkarinnar í stigaganginum og fylgir henni 70 fm svalir sem eru að hluta til yfirbyggðar og því hægt að njóta allt árið um kring. 

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu rými, en fallegur arinn bindur plássin saman og gefur heimilinu mikinn sjarma.

Í eldhúsinu er stílhrein innrétting úr gegnheilli eik sem hefur að geyma mikið skápapláss og fallega eyju með Witt-gaseldavél og háf. Íbúðin hefur verið skemmtilega innréttuð og býður hún upp á heilmörg tækifæri fyrir nýja eigendur.

Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í íbúðinni, þar af rúmgott hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Hjónaberbergið var áður tvö herbergi og er því möguleiki á að breyta til baka. Baðherbergin eru bæði með upprunalega dúka á gólfi og flísar á veggjum. 

Sjá fasteignavef mbl.is: Asparfell 6

Íbúðin er á áttundu og efstu hæð blokkarinnar.
Íbúðin er á áttundu og efstu hæð blokkarinnar. Ljósmynd/Remax
Eldhúsinnréttingin tónar vel við parketið.
Eldhúsinnréttingin tónar vel við parketið. Ljósmynd/Remax
Glæsileg eign.
Glæsileg eign. Ljósmynd/Remax
70 fm svalir fylgja eigninni.
70 fm svalir fylgja eigninni. Ljósmynd/Remax
Svefnherbergin eru rúmgóð og björt.
Svefnherbergin eru rúmgóð og björt. Ljósmyndin/Remax
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál