Glæsilegt 126 milljóna sumarhús

Ásett verð er 126 milljónir.
Ásett verð er 126 milljónir. Samsett mynd

Í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu er að finna afar glæsilegt 158 fm sumarhús sem reist var árið 2015. Stórir gólfsíðir gluggar einkenna eignina sem stendur á einstakri útsýnislóð.

Eldhús og stofa eru samliggjandi í björtu og rúmgóðu alrými sem hefur verið innréttað á smekklegan máta. Tvö PH5-ljós hanga yfir borðstofuborðinu og gefa rýminu skandinavískt yfirbragð, en ljósin eru klassísk hönnun hins danska Poul Henningsen frá árinu 1958 og hafa prýtt ófá heimili í skandinavíu síðastliðin 65 ár.

PH5-ljósin setja skemmtilegan svip á rýmið.
PH5-ljósin setja skemmtilegan svip á rýmið. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Falleg hönnun og einstakt útsýni

Í stofunni fanga tveir ljósgráir Swan-stólar augað, en þeir voru hannaðir af Arne Jacobsen árið 1958 og eru afar formfagrir. Frá rýminu er guðdómlegt útsýni yfir fallegt landslag sem umlykur húsið og setur án efa punktinn yfir i-ið. 

Glæsilegt útsýni frá stofunni.
Glæsilegt útsýni frá stofunni. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Umhverfis húsið er snyrtilegur sólpallur sem telur alls 150 fm, en í kringum pallinn er gróin lóð með fallegum gróðri. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hlíðarholt 5

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál