Birna Willards og Ingi Garðar keyptu glæsihús í Fossvogi

Birna Rut Willardsdóttir og Ingi Garðar Friðriksson.
Birna Rut Willardsdóttir og Ingi Garðar Friðriksson. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Birna Rut Willardsdóttir fyrrverandi fyrirsæta og Ingi Garðar Friðriksson bílasali á Bílasölu Íslands hafa fest kaup á einbýli í Fossvogi. Birna Rut komst í fréttir þegar hún var kornung eða þegar hún sigraði Ford-keppnina aðeins 16 ára gömul árið 1993. Þá var hún í 10. bekk í Dalvíkurskóla. 

Fjallað var ítarlega um nýja húsið þeirra Birnu Rutar og Inga Garðars þegar það fór á sölu í október í fyrra. Um er að ræða 285 fm einbýli á einni hæð. Húsið var byggt 1972 og var teiknað af Kjartani Sveinssyni. Gunnar Magnússon teiknaði allar innréttingar inn í húsið og voru þær sérsmíðaðar af Reyni Pálssyni. 

Arininn í stofunni er listilega vel hannaður og smart.
Arininn í stofunni er listilega vel hannaður og smart. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Húsið er á einni hæð með fjöl­mörg­um áhuga­verðum smá­atriðum. Fólk sem kann að meta hönn­un og stemn­ingu fyrri tíma á eft­ir að fá þrá­hyggju fyr­ir þessu húsi. Í hús­inu eru hvít teppi og granít á gólf­um en á baðher­berg­inu eru marmarflís­ar. 

Palesander-klæddir veggir eru mikið stáss.
Palesander-klæddir veggir eru mikið stáss. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Eld­húsið er með upp­runa­leg­um inn­rétt­ing­um en þó er búið að end­ur­nýja það að hluta til. Þar eru til dæm­is granít­borðplöt­ur og glans­andi loft­klæðning sem gef­ur eld­hús­inu sér­stöðu. 

Ar­in­inn í stof­unni er til dæm­is skemmti­lega hannaður en hann stúk­ar af tvær stór­ar stof­ur. Það sem ger­ir húsið ennþá skemmti­legra eru hús­gögn­in sem það prýða. Þar er til dæm­is að finna Maral­unga sófa­sett frá Cass­ina og leður­sófa frá átt­unda ára­tugn­um sem fær hjartað til að slá ör­lítið hraðar. 

Smartland óskar þeim til hamingju með þetta einstaka hús! 

Marmari og palesander hittast á þessu einstaka baðherbergi og skapa …
Marmari og palesander hittast á þessu einstaka baðherbergi og skapa töfrandi stemningu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Annar innréttingar eru sérsmíðaðar og hannaðar af Gunnari Magnússyni.
Annar innréttingar eru sérsmíðaðar og hannaðar af Gunnari Magnússyni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Að koma inn á baðherbergið er eins og að koma …
Að koma inn á baðherbergið er eins og að koma inn í tímavél. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Gólfið fyrir framan vaskana er teppalagt.
Gólfið fyrir framan vaskana er teppalagt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Glæsileikinn lifir í eldhúsinu.
Glæsileikinn lifir í eldhúsinu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stórir gluggar og viðarklæddir veggir skapa einstaka heild.
Stórir gluggar og viðarklæddir veggir skapa einstaka heild. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál