Glæsihús við Bakkavör selt á 220 milljónir

Húsið stendur við Bakkavör á Seltjarnarnesi.
Húsið stendur við Bakkavör á Seltjarnarnesi.

Við Bakkavör á Seltjarnarnesi er að finna einstakt parhús sem byggt var 1991. Húsið er 295 fm að stærð og hefur mikla sérstöðu þar sem vandað var sérstaklega til verka þegar húsið var endurhannað að innan. 

Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt töfraði fram heillandi heim með hugviti sínu þegar hún teiknaði innréttingar inn í húsið 2006. Guðbjörg er ein af færstu inn­an­húss­arki­tekt­um lands­ins og eins og sést á inn­rétt­ing­un­um eru þær ennþá glæsi­leg­ar, 16 árum eft­ir að þær voru sett­ar upp í hús­inu. Hún hannaði til dæm­is baðher­bergi, hjóna­svítu og inn­byggðar bóka­hill­ur og fleira sem gef­ur hús­inu smekk­legt yf­ir­bragð. 

Það er því ekkert skrýtið að hjónin Hans Tómas Björnsson og Lotta María Ellingsen hafi fallið fyrir húsinu. Þau keyptu það af Hirti Nielsen og Ástríði Sigurrós Jónsdóttur. Hans og Lotta greiddu 220.000.000 kr. fyrir húsið. 

2016 var eld­húsið end­ur­nýjað en það er hannað af Gof­orm. Þar er að finna dökk­ar inn­rétt­ing­ar og svart­an marm­ara. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál