5 fantaflottar eignir fyrir fyrstu kaupendur

Smartland tók saman fimm fantaflottar eignir sem kosta frá 56,9 …
Smartland tók saman fimm fantaflottar eignir sem kosta frá 56,9 til 64,9 milljónir. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölda fasteigna til sölu á breiðu stærðar- og verðbili. Fyrstu kaupendur eru um 26% kaupenda og í nýlegu viðtali sem birtist á Smartlandi sagði Páll Pálsson fasteignasali að fyrstu kaupendur væru flestir í leit að 60 til 65 milljóna eignum. 

Smartland tók því saman fimm fantaflottar eignir sem falla inn í þetta verðbil, en eignirnar kosta frá 56,9 til 64,9 milljónir.

Eskihlíð 21

Við Eskihlíð í Hlíðunum er til sölu 83 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1946. Íbúðin er sérlega sjarmerandi enda hefur hún verið innréttuð á fallegan máta. Í íbúðinni er eitt rúmgott svefnherbergi með fataherbergi og eitt baðherbergi með sturtu og plássi fyrir þvottavél og þurrkara. 

Ásett verð er 61,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Eskihlíð 21

Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta með notalegri litapallettu …
Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta með notalegri litapallettu og hráu yfirbragði. Samsett mynd

Hringbraut 81

Við Hringbraut í 101 Reykjavík er til sölu björt 83 fm íbúð á annarri hæð í fjórbýli sem reist var árið 1941. Íbúðin hefur verið innréttuð á skemmtilegan máta og er með glugga á þrjá vegu sem hleypa mikilli birtu inn. Alls eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi í íbúðinni.

Ásett verð er 63,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hringbraut 81

Íbúðin er glaðleg, björt og skemmtilega upp sett.
Íbúðin er glaðleg, björt og skemmtilega upp sett. Samsett mynd

Langabrekka 15

Við Löngubrekku í Kópavogi er til sölu 91 fm hæð í tvíbýlishúsi sem reist var árið 1960. Íbúðin hefur verið innréttuð á flottan máta þar sem formfögur húsgögn og litagleði ræður ríkjum. Íbúðin telur tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Ásett verð er 64,8 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Langabrekka 15

Litagleðin ræður ríkjum í íbúðinni.
Litagleðin ræður ríkjum í íbúðinni. Samsett mynd

Kársnesbraut 17

Við Kársnesbraut í Kópavogi er til sölu 82 fm sérhæð með fallegu útsýni á efstu hæð fjölbýlishúsi sem reist var árið 1956. Íbúðin er stílhrein með fallegum innréttingum, en hún státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Ásett verð er 64,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kársnesbraut 17

Frá íbúðinni er fallegt útsýni.
Frá íbúðinni er fallegt útsýni. Samsett mynd

Presthúsabraut 22

Við Presthúsabraut á Akranesi er til sölu sjarmerandi einbýlishús sem reist var árið 1906. Húsið er á tveimur hæðum og telur 100 fm, en í garðinum er 21 fm garðskúr sem var byggður 2006. Húsið er bjart og hefur verið innréttað á fallegan máta, en það státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Ásett verð er 56,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Presthúsabraut 22

Húsið er á tveimur hæðum.
Húsið er á tveimur hæðum. Samsett mynd
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál