5 hönnunarperlur sem þú verður að sjá

Fimm glæsilegar hönnunarperlur sem finna má á fasteignavef mbl.is.
Fimm glæsilegar hönnunarperlur sem finna má á fasteignavef mbl.is. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is er að finna úrval af eignum til sölu í öllum stærðum og gerðum. Hönnunarperlur sem fara á sölu vekja oftar en ekki athygli, enda eignir sem gleðja augað og veita innblástur.

Smartland tók saman fimm glæsilegar hönnunarperlur sem eru til sölu á fasteignavef mbl.is. 

Laugateigur 23

Við Laugateig í Reykjavík er til sölu glæsileg eign sem telur alls 227 fm, en hún var reist árið 1951. Fallegar innréttingar og sjarmerandi húsmunir einkenna eignina sem gleður sannarlega augað, en þar má meðal annars finna draumaeldhús fagurkerans. Eignin telur sex svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Ásett verð er 167 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Laugateigur 23

Eldhúsinnréttingin er sérlega glæsileg en hana hannaði Erna Geirlaug Árnadóttir …
Eldhúsinnréttingin er sérlega glæsileg en hana hannaði Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt FHI. Samsett mynd

Hverfisgata

Við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur er til sölu einstök 223 fm hæð í húsi sem reist var árið 1930. Eignin var hönnuð af Sólveigu Andreu Jónsdóttur og endurgerð í svokölluðum „New York loft“ stíl árið 2016-2017. Eignin er sannkölluð hönnunarperla með aukinni lofthæð og stórum gluggum. Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í eigninni.

Óskað er eftir tilboði í eignina.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hverfisgata

Aukin lofthæð og stórir gluggar gefa íbúðinni mikinn glæsibrag, en …
Aukin lofthæð og stórir gluggar gefa íbúðinni mikinn glæsibrag, en hún hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta. Samsett mynd

Reynihlíð 17

Við Reynihlíð í Reykjavík er til sölu glæsilegt 253 fm endaraðhús á pöllum sem reist var árið 1983. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan og minimalískan máta þar sem tímalaus hönnun fær að njóta sín til fulls. Alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. 

Ásett verð er 158,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Reynihlíð 17

Stílhreinn blær er yfir eigninni þar sem mjúkar línur í …
Stílhreinn blær er yfir eigninni þar sem mjúkar línur í húsgögnum skapa notlega stemningu. Samsett mynd

Hagamelur 17

Við Hagamel í Vesturbænum er til sölu sérlega sjarmerandi 169 fm hæð. Húsið teiknaði arkitektinn Halldór H. Jónsson og var það reist árið 1946, en það þykir með fegurstu húsunum í Vesturbænum. Glæsilegt eldhús grípur augað með stílhreinum frontum frá Haf Studio, marmara og fagurbláum vegg. Í íbúðinni eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Ásett verð er 127,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hagamelur 17

Í íbúðinni má sjá nýtt í bland við gamalt, en …
Í íbúðinni má sjá nýtt í bland við gamalt, en fallegir gluggar gefa eigninni mikinn sjarma. Samsett mynd

Aflakór 12

Við Aflakór í Kópavogi er til sölu tignarlegt 395 fm einbýlishús með glæsilegu útsýni sem reist var árið 2008. Húsið hefur verið innréttað á glæsilegan máta og hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2014. Alls eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu. 

Ásett verð er 269 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Aflakór 12

Í húsinu eru vönduð húsgögn eftir þekkt erlend hönnunarfyrirtæki.
Í húsinu eru vönduð húsgögn eftir þekkt erlend hönnunarfyrirtæki. Samsett mynd
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál