Einar og Signý Jóna selja 189 milljóna glæsihús

Við Mánastíg í Hafnarfirði er að finna einstaklega smekklegt einbýli.
Við Mánastíg í Hafnarfirði er að finna einstaklega smekklegt einbýli. Samsett mynd

Við Mánastíg í Hafnarfirði er að finna einstaklega smekklegt einbýli sem byggt var 1948. Húsið er 325 fm að stærð og hefur það verið endurnýjað mikið. 

Eigendur hússins, Einar Númi Sveinsson og Signý Jóna Tryggvadóttir, leituðu til Sæbjargar Guðjónsdóttur, Sæju, þegar kom að því að endurhanna breytingar á húsinu. 

Í eldhúsinu eru nýjar dökkbrúnar viðarinnréttingar með góðu vinnuplássi. Eitt það flottasta í eldhúsinu er líklega gullháfurinn sem prýðir vegginn í eldhúsinu og fær að vera þar einn og óstuddur án fyrirferðamikilla skápa. Plássið undir glugganum í eldhúsinu er nýtt vel en þar er hægt að tylla sér á barstólum og horfa út í garð. 

Í stofunni er hlýlegt um að litast en á gólfunum er súkkulaðibrúnt parket með fiskibeinamunstri og hvítir gólflistar ásamt vegglistum. Inn af stofunni er borðstofa en hægt er að loka inn í hana með glerjuðum rennihurðum. 

Baðherbergin í húsinu eru sérlega vel hönnuð og smart þar sem marmari kemur töluvert við sögu. 

Af fasteignavef mbl.is: Mánastígur 6

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál