Ingi Þór Jakobsson og Hanna Birna Jóhannesdóttir, oft kennd við húsgagnaverslunina EXÓ, hafa sett lúxushús sitt á sölu. Húsið er einstakt á margan hátt og engin feilnóta slegin þegar smartheit eru annars vegar.
Húsið var byggt 1978 og hefur verið endurhannað töluvert. Húsið er 204 fm að stærð og státar af einstaklega smekklegum innréttingum sem voru sérsmíðaðar á smíðaverkstæði Guðnýjar. Í eldhúsinu setja White casmír granítborðplötur svip sinn á rýmið en þær eru þykkar með miklum burði. Í húsinu eru líka White casmír flísar á gólfum sem gera allt yfirbragð stílhreint.
Ingi Þór og Hanna Birna kunna að gera fallegt í kringum sig eins og sést á myndunum á fasteignavef mbl.is.