Aron keypti raðhús undir stækkandi fjölskyldu

Aron Pálmarsson hefur fest kaup á raðhúsi í Hafnarfirði.
Aron Pálmarsson hefur fest kaup á raðhúsi í Hafnarfirði. Samsett mynd

Aron Pálmarsson, fyr­irliði ís­lenska karla­landsliðsins í hand­knatt­leik, er kom­inn heim en hann gekk til liðs við upp­eld­is­fé­lag sitt FH í sum­ar eft­ir fjór­tán ár í at­vinnu­mennsku. Í kjölfarið festi hann kaup á splunkunýju raðhúsi í Hafnarfirði. Hann er fluttur inn ásamt kærustu sinni, Ritu Stevens, og börnum hennar tveimur sem eru fædd 2016 og 2018. Fyrir á Aron eina dóttur með fyrrverandi kærustu sinni. 

Aron og Rita eiga auk þess von á barni. 

Um er að ræða 175 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem byggt var 2022. Húsið er staðsett í jaðri Stekkjarhrauns í Setbergslandi. 

Allar innréttingar í húsinu koma frá HTH og eru Corestone borðplötur í eldhúsi og á baðherbergi. GG Verk ehf. byggði húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda