Stefán Svan selur 35 fm íbúð við Hverfisgötu

Ásett verð er 45,9 milljónir.
Ásett verð er 45,9 milljónir. Samsett mynd

Stefán Svan Aðalheiðarson, fatahönnuður og annar eigandi Stefánsbúðar, hefur sett íbúð sína við Hverfisgötu á sölu.

Íbúðin telur 35 fm og er á annarri hæð í flottu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2019. Í björtu alrými hefur eldhúsi, svefnaðstöðu og borðkrók verið komið fyrir. Eldhúsinnréttingin er stílhrein með fínu skápaplássi og góðri lýsingu.

Í eldhúsi er snyrtileg hvít innrétting.
Í eldhúsi er snyrtileg hvít innrétting.
Skemmtileg verk prýða veggi íbúðarinnar.
Skemmtileg verk prýða veggi íbúðarinnar.

Litagleði og eftirtektarverðir munir

Skemmtilegir litir og eftirtektarverðir munir gefa rýminu skemmtilegan karakter. Þar má nefna formfagra Svaninn og náttborð frá Kartell í kóralbleikum lit.

Frá alrýminu er útgengt á snyrtilegar 9 fm svalir sem snúa að Hverfisgötunni. Svalirnar eru klæddar með við og eru flísalagðar.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hverfisgata 44

Frá alrými er gengið út á rúmgóðar og snyrtilegar svalir.
Frá alrými er gengið út á rúmgóðar og snyrtilegar svalir.
Íbúðin er á annarri hæð í flottu fjölbýlishúsi við Hverfisgötu.
Íbúðin er á annarri hæð í flottu fjölbýlishúsi við Hverfisgötu.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál