Arnar Þór og Helga keyptu íbúð Snorra Mássonar á yfirverði

Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir hafa fest kaup …
Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir hafa fest kaup á íbúð.

Arnar Þór Ólafsson fjármálaverkfræðingur og Helga Kristín Ingólfsdóttir mannauðsráðgjafi hafa fest kaup á íbúð við Aðalstræti í Reykjavík. Íbúðina keyptu þau af Snorra Mássyni, ritstjóra á ritstjóra, en hann setti íbúðina á sölu þegar hann og kærasta hans festu kaup á íbúð við Tómasarhaga.

Íbúðin er 53 fm að stærð og sérlega vel staðsett. Hún er á þriðju hæð í fjölbýlishúsi sem reist var 1970.

Stór gluggi er í stofunni sem nær frá gólfi upp …
Stór gluggi er í stofunni sem nær frá gólfi upp í loft.

Eld­hús og stofa eru samliggj­andi í opnu al­rými. Í stof­unni er stór gólfsíður gluggi sem gef­ur rým­inu án efa mik­inn sjarma ásamt því að hleypa góðri birtu inn. Á milli stofu og eld­húss­ins hef­ur borðstofu­borði verið komið fyr­ir sem brýt­ur rýmið upp. Eitt svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi eru í íbúðinni, en í svefn­her­berg­inu má einnig sjá gólfsíðan glugga sem ger­ir mikið fyr­ir rýmið. Frá her­berg­inu er út­gengt á sval­ir til suðurs.Ásett verð er 49,9 millj­ón­ir.

Arnar Þór og Helga keyptu íbúðina á 52.500.000 kr.

Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju með íbúðina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda