Guðrún og Gaukur Úlfarsson nema land í Fossvoginum

Guðrún Olsen og Gaukur Úlfarsson.
Guðrún Olsen og Gaukur Úlfarsson. Ljósmynd/Mummi Lú

Guðrún Ol­sen, fram­leiðandi heim­ilda­mynd­ar­inn­ar Soviet Barbara, og Gauk­ur Úlfars­son, kvik­mynda­gerðamaður og leik­stjóri, hafa fest kaup á endaraðhúsi við Giljaland í Fossvogi. Um er að ræða 213,1 fm hús á pöllum sem reist var 1972.

Húsið sjálft er 167,5 fm og rest er bílskúr. Þau greiddu 133.500.000 kr. fyrir húsið sem þau keyptu af Ragnheiði Guðjónsdóttur. 

Guðrún og Gaukur bjuggu áður í Vesturbæ Reykjavíkur og fjallaði Smartland um íbúð þeirra þegar hún fór á sölu. Hin glæsilegu húsgögn sem þar voru nefnd eins og borðstofuborðið og bekkurinn frá Et­hnicraft og Togo-sófinn úr brúna leðrinu sem Michel Ducaroy hannaði fyr­ir Lig­ne Roset árið 1973 munu njóta sín í botn í 108 Reykjavík. 

Í eldhúsinu eru upprunalegar innréttingar frá áttunda áratugnum.
Í eldhúsinu eru upprunalegar innréttingar frá áttunda áratugnum.

Húsið er Guðrún og Gaukur festu kaup á er mjög upprunalegt og er eins og óslípaður demantur eins og einhver myndi segja. Húsið státar af fallegum innréttingum frá áttunda áratugnum sem eru eftirsóknarverðar. 

Smartland óskar Guðrúnu og Gauki til hamingju! 

Húsið er vel staðsett og fallegt.
Húsið er vel staðsett og fallegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál