Mæðgur keyptu luxushús í Garðabæ á 238 milljónir

Eldhúsið er með sérsmíðuðum innréttingum sem eru afar vandaðar.
Eldhúsið er með sérsmíðuðum innréttingum sem eru afar vandaðar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Í byrjun árs 2023 var glæsilegt einbýlishús við Keldugötu í Urriðaholti í Garðabæ sett á sölu. Húsið er 324 fm að stærð og var reist 2012. Nú hefur húsið verið selt á 238 milljónir. 

Þetta einstaka hús býr yfir miklum sjarma en það er á tveimur hæðum og stát­ar af fimm svefn­her­bergj­um og þrem­ur baðher­bergj­um.

Eld­hús, stofa og borðstofa eru samliggj­andi í björtu og rúm­góðu al­rými með mik­illi loft­hæð og síðum glugg­um. Sér­smíðaðar inn­rétt­ing­ar úr brún­bæsaðri eik prýða eign­ina, þar á meðal eld­húsið sem er með góðu skápa- og vinnuplássi. Á borðum og á eyju má svo sjá terrazzo-stein sem tón­ar vel við gólfið, en í eign­inni má ann­ars veg­ar sjá terrazzo-steypu á gólfi og hins veg­ar gegn­heila brún­bæsaða eik.

Keldugata 11.
Keldugata 11. Samsett mynd

Frá al­rým­inu er heill­andi út­sýni yfir nátt­úr­una í kring, meðal ann­ars yfir Víf­ilsstaðar­vatn, golf­völl­inn í Set­bergi og upp í Heiðmörk. Fal­leg­ir hús­mun­ir eru ein­kenn­andi í rým­inu, en þar að auki býr gas­ar­inn í stofu til afar nota­lega stemn­ingu. 

Gengið er niður á neðri hæðina um steypt­an stiga með terrazzo-þrep­um. Á neðri hæðinni má meðal ann­ars finna lúx­us hjóna­svítu með fata­her­bergi og baðher­bergi. 

Mikið er lagt í alla hönnun hússins.
Mikið er lagt í alla hönnun hússins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Nýjir eigendur eru mæðgurnar Margrét Albertsdóttir og Svanhvít Daðey Pálsdóttir. Þær keyptu húsið af Hákoni Bergmann Óttarssyni og Þórdísi Hörpu Lárusdóttur. 

Smartland óskar mæðgunum til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál