Ragnar Sig keypti einbýlishús í Garðabæ

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fótboltamaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi í Garðabæ. Um er að ræða 208 fm hús sem reist var 1969. Hann greiddi 160.000.000 kr. fyrir húsið og fóru kaupin fram 3. maí. 

Húsið er fjölskylduvænt með fimm svefnherbergjum, eldhúsi, stofu, aðalbaðherbergi og gestabaðherbergi, þvottaherbergi, tvöföldum bílskúr og í kjallara er lítil stúdíóíbúð. 

Í húsinu er fallegur arinn sem er skreyttur með drápuhlíðargrjóti og stórir gluggar sem hleypa dagsbirtunni inn. Það mun ekki væsa um Ragnar og eiginkonu hans, Elenu Budarina og börnin enda hverfið eftirsótt og barnvænt. 

Smartland óskar fjölskyldunni til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál