10 hlutir sem skapa sumarstemningu á heimilinu

Færðu sumarstemninguna inn á heimilið um helgina!
Færðu sumarstemninguna inn á heimilið um helgina! Samsett mynd

Svo virðist sem miklir rigningardagar séu framundan um allt land og því tilvalið að nýta tímann í að gera heimilið notalegt. Á óskalista vikunnar finnur þú tíu hluti sem færa sumarstemninguna inn til þín og gleðja þig, jafnvel á dimmum rigningardögum! 

Færðu blómin inn á heimilið!

Einhverjir hafa eflaust verið að bíða eftir því að komast út í garð og njóta flórunnar í góðu veðri, en samkvæmt veðurspánni eru litlar líkur á að það plan gangi eftir. Þú getur hins vegar alltaf dáðst af sumarlegum blómum í fallegum blómavasa inni hjá þér, en þessi vasi er íslensk hönnun eftir Önnu Þórunni Hauksdóttur og er afar formfagur.

Vasi frá Anna Thorunn fæst hjá Epal og kostar 16.900 …
Vasi frá Anna Thorunn fæst hjá Epal og kostar 16.900 krónur. Ljósmynd/Epal.is

Strandarstemning í bolla!

Þó það sé lítil sól í kortunum þá getur þú treyst á að ilmandi kaffibolli hlýji þér. Þú getur svo bara lokað augunum á meðan þú drekkur kaffið og ímyndað þér að þú sitjir á litlu kaffihúsi við Amalfi-ströndina á Ítalíu. Svo skemmir ekki fyrir að kaffið komi úr fallegri sandlitaðri kaffivél, er það ekki eitthvað?

Espressóvél frá Sjöstrand fæst hjá Epal og kostar 64.990 krónur.
Espressóvél frá Sjöstrand fæst hjá Epal og kostar 64.990 krónur. Ljósmynd/Epal.is

Fagurblá kósíheit!

Til að skapa enn meiri sumarstemningu getur þú svo vafið þig inn í fagurblá rúmföt sem minna á heiðskýran himinn á góðum sumardegi á meðan þú drekkur morgunbollann!

Sænguverasett frá byNord fæst hjá Fakó og kostar 16.995 krónur.
Sænguverasett frá byNord fæst hjá Fakó og kostar 16.995 krónur. Ljósmynd/Fako.is

Sjúk í sólina!

Við Íslendingar erum algjörlega sjúk í sólina, enda erfitt að fá leið á henni þar sem hún lætur ekki sjá sig alltof oft yfir árið. Um helgina er að minnsta kosti hægt að vera með sól í hjarta og verið sjúkur í það!

Veggspjald fæst hjá Havarí og kostar 16.900 krónur í ramma.
Veggspjald fæst hjá Havarí og kostar 16.900 krónur í ramma. Ljósmynd/Havari.is

Af ströndinni á borðið!

Til að skapa meiri strandarstemningu á heimilinu er tilvalið að sækja innblástur þangað, til dæmis með því að bera fram kræsingar á þessum fallegu skeljadiskum sem eru íslensk hönnun eftir Heklu Nínu Hafliðadóttur. 

Skelja skálar fást hjá Heklu Nínu og kosta 5.500 krónur.
Skelja skálar fást hjá Heklu Nínu og kosta 5.500 krónur. Ljósmynd/Heklanina.is

Suðræn stemning!

Það er auðvelt að skapa suðrænni stemningu á heimilinu með fallegum grænum plöntum. Svo skemmir ekki fyrir að setja þær í fallegan pott, en þessi er afar sumarlegur og tónar fallega við græna litinn.

Blómapottur fæst hjá Söstrene Grene og kostar 1.140 krónur.
Blómapottur fæst hjá Söstrene Grene og kostar 1.140 krónur. Ljósmynd/Sostrenegrene.is

... og enn meira suðræn stemning!

Það er fátt jafn sumarlegt og góð kókoslykt. Þetta ilmkerti tekur þig í ferðalag á sólríkar strendur þar sem kókoshnetur hanga í pálmatrjám og lífið virðist einfaldara!

Ilmkerti fæst hjá Húsgagnahöllinni og kostar 2.290 krónur.
Ilmkerti fæst hjá Húsgagnahöllinni og kostar 2.290 krónur. Ljósmynd/Husgagnahollin.is

Fyrir sumarkokteilinn!

Þú getur alltaf skapað góða stemningu með sumarlegum kokteilum sem eru bornir fram í fallegum glösum, hvort sem þú býður vinkonunum í „bröns“ eða heldur matarboð fyrir fjölskylduna um kvöldið. Svo má líka alveg blanda sér einn góðan, hvort sem hann er áfengur eða ekki, yfir daginn!

Kokteilsglös fást hjá Heimahúsinu og kosta 9.800 krónur.
Kokteilsglös fást hjá Heimahúsinu og kosta 9.800 krónur. Ljósmynd/Heimahusid.is

Hlýlegt og notalegt!

Mjúkar mottur bæta alltaf hlýlegri stemningu inn á heimilið. Í stað þess að stíga niður á kalt gólfið tekur við notaleg áferð og heldur á þér hlýju!

Motta frá Cappelen Dimyr fæst hjá Dimm og kostar 139.990 …
Motta frá Cappelen Dimyr fæst hjá Dimm og kostar 139.990 krónur. Ljósmynd/Dimm.is

Fegurðin í smáatriðunum!

Það þarf oft ekki meira en sætar og sumarlegar skálar til að poppa upp á heimilið, en þessar eru með marokkósku mynstri og er litagleðin í forgrunni!

Skálar fást hjá Söstrene Grene og kosta 573 krónur.
Skálar fást hjá Söstrene Grene og kosta 573 krónur. Ljósmynd/Sostrenegrene.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál