Einar Örn selur eitt dýrasta húsið í Grafarvogi

Einar Örn Benediktsson hefur sett einbýlishús sitt í Grafarvogi á …
Einar Örn Benediktsson hefur sett einbýlishús sitt í Grafarvogi á sölu. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Einar Örn Benediktsson, listamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Besta flokksins, og eiginkona hans, Sigrún Guðmundsdóttir dansari, hafa sett einbýlishús sitt í Grafarvogi á sölu. Um er að ræða einstakt útsýnishús sem stendur á sérlega huggulegum stað í hverfinu. 

Páll Hjaltason arkitekt teiknaði húsið, sem er 282 fm að stærð, og var það reist 2001. Húsið stendur vestast í Staðahverfinu og státar af útsýni til vesturs. 

„Gengið út frá verönd í mólendi og þaðan á Korpúlfsstaðagólfvöllinn og í fjöru. Gluggar eru úr harðviði eða áli og því viðhaldslitlir. Báruál og gras er á þaki. Húsið er með sjónsteypu á flestum veggjum að innan og steinað að utan með íslenskri fjörumjöl. Hitalögn er á verönd austan megin við húsið og í bílaplani. Húsalengjan er með sameiginlegan matjurtargarð í enda botnlangans. Varmaskiptir er á bæði neysluvatni og ofnakerfi,“ segir á fasteignavef mbl.is. 

Húsið við Bakkastaði í Grafarvogi var reist 2001.
Húsið við Bakkastaði í Grafarvogi var reist 2001. Samsett mynd

Húsið í heild sinni er ekki bara fallegt og óvenjulegt heldur sérlega huggulega innréttað með vönduðum húsgögnum og spennandi listaverkum. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart því hjónin keyptu sumarhús árið 2020 sem vakti athygli. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Bakkastaðir 117

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál