Ódýrustu einbýlin í Reykjavík

Þessi hús eiga það sameiginlegt að vera í Reykjavík og …
Þessi hús eiga það sameiginlegt að vera í Reykjavík og kosta undir 130 milljónir. Samsett mynd

Það er dýrt að kaupa einbýli á höfuðborgarsvæðinu. Um þessar mundir er aðeins eitt einbýlishús í Reykjavík sem kostar undir 100 milljónir. Smartland tók saman ódýrustu einbýlishúsin á fasteignamarkaðnum í Reykjavík í dag en þetta eru hús sem kosta 130 milljónir eða minna. 

Nönnugata 1 – 89,9 milljónir

Nönnugata 1 kostar aðeins tæpar 90 milljónir og því mögulega á færi þeirra sem vilja láta drauminn um einbýlishús rætast. Aftur á móti er húsið sem er á tveimur hæðum aðeins rúmlega 113 fermetrar. Fermetraverðið er hátt enda húsið staðsett á góðum stað í 101 Reykjavík. 

Af fasteignavef mbl.is: Nönnugata 1

Nönnugata 1.
Nönnugata 1. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Laugarnesvegur 49 – 109,9 milljónir

105 Reykjavík er nýi miðbærinn þar sem allir vilja búa í hverfinu. Það er líka miðbæjarstemning yfir Laugarnesvegi 49 enda húsið bárujárnshús. Húsið er afar krúttlegt en það er 137 fermetrar og skiptist í aðalhæð, neðrihæð og ris. Auk þess er bílskúr inni í fermetratölunni og er möguleiki á að búa til auka íbúð í bílskúrnum. 

Af fasteignavef mbl.is: Laugarnesvegur 49

Laugarnesvegur 49.
Laugarnesvegur 49. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Esjugrund 11 – 110 milljónir

Esjugrund 11 er rétt rúmlega 200 fermetra einbýlishús á Kjalarnesi. Sólstofa, flottur pallur og heitur pottur fylgir húsinu. Til þess að toppa allt er tveggja herbergja aukaíbúð í bílskúrnum. Það er tilvalið fyrir þá sem vilja ná sér í aukatekjur eða fólk sem vill henda unglingnum út úr húsi. 

Af fasteignavef mbl.is: Esjugrund 11

Esjugrund 11.
Esjugrund 11. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Hábær 40 – 112,9 milljónir

Húsið við Hábæ 40 er staðsett á einum eftirsóttasta stað í Reykjavík eða rétt hjá Elliðaárdalnum. Um er að ræða 180 fermetra einbýli sem er að hluta til á tveimur hæðum. Einnig er upphituð sólstofa sem er ekki skráð inn í fermetratölu. Alls eru fjórir sólpallar á lóðinni sem er nokkuð stór. 

Af fasteignavef mbl.is: Hábær 40

Hábær 40.
Hábær 40. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Bókhlöðustígur 6B – 125 milljónir

Bókhlöðustígur 6B er hús sem er með sál og sögu. Staðsetningin gerist ekki betri en húsið er staðsett á rólegum stað í hjarta miðbæjarins. Viðargólf er í húsinu en auk þess er stofan klædd panel. Þetta er einstaklega rómantísk 159 fermetra eign. 

Af fasteignavef mbl.is: Bókhlöðustígur 6B

Bókhlöðustígur 6B.
Bókhlöðustígur 6B. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Litlagerði 7 – 129 milljónir

Litlagerði 7 er 197 fermetra einbýlishús með fimm svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og tveimur stofum. Húsið skiptist í aðalhæð, rishæð og kjallara en í kjallaranum er meðal annar þvottahús og góð aðstaða fyrir unglingaherbergi. Gerðin eru þekkt fyrir að vera skjólsælt hverfi og gatan Litlagerði er þar engin undatekning. 

Af fasteignavef mbl.is: Litlagerði 7

Litlagerði 7.
Litlagerði 7. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál