Jón Ragnar og Sigríður selja útsýnisíbúð á góðum stað

Jón Ragnar Ragnarsson og Sigríður Halldórsdóttir hafa sett íbúð sína …
Jón Ragnar Ragnarsson og Sigríður Halldórsdóttir hafa sett íbúð sína á sölu.

Sigríður Halldórsdóttir fjölmiðlakona á Rúv og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra og Jón Ragnar Ragnarsson slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa sett fallega íbúð sína á sölu. Um er að ræða 118 fm efstu hæð í reisulegu húsi við Rauðalæk sem byggt var 1958. Úr íbúðinni er heillandi útsýni. 

Heimili þeirra Sigríðar og Jóns er persónulegt og skemmtilega innréttað. Í eldhúsinu er upprunaleg innrétting sem búið er að gera upp með nýjum borðplötum og nýjum svörtum flísum. Í eldhúsinu er eldhúskrókur sem hefur að geyma tímalaus klassísk stálhúsgögn og einn rauðan málaðan tréstól. Á veggjunum eru allskonar skemmtilegar myndir sem ríma vel saman. 

Borðkrókurinn í eldhúsinu er eins og listaverk. Klassísk íslensk stálhúsgögn …
Borðkrókurinn í eldhúsinu er eins og listaverk. Klassísk íslensk stálhúsgögn hitta listaverk úr ýmsum áttum og svo fær einn rauður lakkaður tréstóll að vera með í teitinu.

Stofa og borðstofa eru í sameiginlegu rými og þar setur risastór Monstera svip sinn á heimilið. Það er augljóst að Sigríður og Jón eru með græna fingur. Í borðstofunni eru litríkir stólar sem fara vel við tekkborð og tekkskenk og ljós í gamaldags stíl. 

Í borðstofunni setur risastór Monstera svip sinn á rýmið. Hún …
Í borðstofunni setur risastór Monstera svip sinn á rýmið. Hún fer vel við tekk-húsgögn og lakkaða litaglaða stóla.
Horft úr borðstofunni inn á gang.
Horft úr borðstofunni inn á gang.

Baðherbergið í húsinu var nýlega gert upp með nýjum ljósgráum flísum, hringlaga spegli og brass-blöndunartækjum. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Rauðalækur 69

Baðherbergið var nýlega gert upp.
Baðherbergið var nýlega gert upp.
Íbúðin er á efstu hæð og státar af fallegu útsýni.
Íbúðin er á efstu hæð og státar af fallegu útsýni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál