Embættisbústaður biskups Íslands til sölu

Embættisbústaðurinn stendur við Bergstaðastræti í Reykjavík.
Embættisbústaðurinn stendur við Bergstaðastræti í Reykjavík.

Embættisbústaður biskups Íslands við Bergstaðastræti hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða 487 fm einbýli sem reist var 1928 og stendur á fallegum stað í sunnanverðum Þingholtum í 101 Reykjavík.

Húsið stendur á 912 fm lóð sem er vel ræktuð. Fasteignamat hússins er 292.050.000 kr. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Ráðuneytið keypti húsið 1968

Paul Smith reisti húsið en hann var verkfræðingur sem vegnaði vel í viðskiptum. Árið 1920 stofnaði hann innflutnings- og heildsölufyrirtæki í Reykjavík sem var kennt við hann. Fyrirtækið seldi rafvörur og varð að versluninni Smith og Norland 1956. Guðmund­ur Vil­hjálms­son­, for­stjóri Eim­skipa­fé­lags Íslands, bjó í húsinu um tíma ásamt fjölskyldu sinni. 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið keypti húsið árið 1968 og 1994 eignaðist Kirkjumálasjóður húsið. Frá 2021 hefur það verið í eigu Þjóðkirkjunnar. 

Sr. Agnes Sigurðardóttir, fyrrverandi biskup Íslands, flutti inn í húsið við Bergstaðastræti þegar hún tók við embætti. Hún bjó sjálf á efri hæðinni en neðri hæðin var notuð fyrir samkomur og veisluhöld. Árið 2020 var hún gestur í Heimilislífi á Smartlandi og fór yfir sögu hússins og lífshlaup sitt. 

Nýr biskup flytur ekki í húsið

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörinn biskup Íslands, sagði frá því á dögunum að hún myndi ekki flytja inn í húsið og það yrði auglýst til sölu. 

„Ég mun búa áfram í Grafar­vogi í mínu eig­in húsi,“ sagði Guðrún í viðtali við mbl.is. Þar kom fram að í framtíðinni yrðu leigðir salir eða annars konar húsnæði þegar biskup héldi boð og móttökur.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Bergstaðastræti 75

Á neðri hæð hússins eru glæsilegar stofur sem hentuðu vel …
Á neðri hæð hússins eru glæsilegar stofur sem hentuðu vel til veisluhalda.
Verðmæt listaverk og húsgögn prýða bústaðinn.
Verðmæt listaverk og húsgögn prýða bústaðinn.
Veggfóðraðir veggir prýða eina af forstofum hússins.
Veggfóðraðir veggir prýða eina af forstofum hússins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál