„Hún er ótrú­lega spes þessi íbúð. Hún er org­inal“

Ingólfur Guðmundsson og Helga Guðný Theodors hafa sett sína fallegu …
Ingólfur Guðmundsson og Helga Guðný Theodors hafa sett sína fallegu íbúð við Ránargötu á sölu.

Hjónin Ingólfur Guðmundsson og Helga Guðný Thodors hafa sett einstaka íbúð við Ránargötu á sölu. Um er að ræða 118 fm íbúð sem er á annarri hæð í húsi sem reist var 1931. Hjónin fluttu til Íslands þegar kórónuveiran geisaði en áður bjuggu þau í Kaliforníu þar sem hann vann við teiknimyndagerð en hún rak Barre-stúdio. Eftir að þau fluttu heim opnaði hún Núna Col­lecti­ve sem er heilsuræktarstöð sem staðsett er úti á Granda. Helga er líka grafískur hönnuður og Ingólfur hefur starfað sem „Layout Artist“ fyrir teiknimyndir. Hann starfaði til dæmis fyrir Walt Disney Animation Stutio í Bandaríkjunum en vinnur núna fyrir Reykjavík Visual Effects. 

Heimili Ingólfs og Helgu Guðnýjar er einstaklega skemmtilega innréttað. Það er heimilislegt og hlýlegt en hjónin fóru í mikla tiltekt áður en þau flutti til Íslands og tóku bara það sem mér sem þau þurftu að nota. Helga Guðný sagði frá þessum hugmyndum þegar hún var gestur Heimilislífs Smartlands síðasta vetur. 

„Þegar við ákváðum að flytja heim í covid var Vest­ur­bær­inn það eina sem kom til greina,“ seg­ir Helga Guðný. 

„Hún er ótrú­lega spes þessi íbúð. Hún er org­inal.“

„Við erum „fix­er upp­er­ar“, öll okk­ar 13 ár í Kali­forn­íu vor­um við að leigja kytr­ur og hús og við gát­um aldrei látið neitt vera þótt við vær­um að leigja. Það var alltaf verið að laga og breyta. Þetta er vel byggt hús en erum við há­leit­ar hug­mynd­ir hvað við vilj­um gera. Þetta er lít­il íbúð,“ seg­ir Helga Guðný og seg­ir að íbúðin sé 114 fm og það sé stund­um þröngt á þingi.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Ránargata 21

Borðstofan er hjarta heimilisins. Þar gerast hlutirnir.
Borðstofan er hjarta heimilisins. Þar gerast hlutirnir.
Í íbúðinni eru fallegir franskir gluggar.
Í íbúðinni eru fallegir franskir gluggar.
Horft úr borðstofunni inn í stofu.
Horft úr borðstofunni inn í stofu.
Hjónin fluttu heim til Íslands þegar kórónuveiran geisaði.
Hjónin fluttu heim til Íslands þegar kórónuveiran geisaði.
Eldhúsið er vel skipulagt og skemmtilega hannað. Fallegt leirtau nýtur …
Eldhúsið er vel skipulagt og skemmtilega hannað. Fallegt leirtau nýtur sín vel í opnum hillum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál