Fimm fantaflottar eignir í 101 Reykjavík

Á listanum eru eignir sem hafa greinilega verið innréttaðar af …
Á listanum eru eignir sem hafa greinilega verið innréttaðar af fagurkerum! Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval af spennandi eignum á sölu, allt frá litlum stúdíóíbúðum yfir í gríðarstórar lúxushallir. Þá eru fjölbreyttar eignir til sölu í miðbæ Reykjavíkur og engin furða að 101 hverfið sé eftirsóttur staður til að búa á, enda er hverfið líflegt og býr yfir miklum sjarma og merkilegri sögu. 

Smartland tók saman fimm sérlega sjarmerandi eignir í 101 Reykjavík sem ættu að hitta beint í mark hjá fagurkerum landsins. 

Njálsgata 5

Við Njálsgötu í Reykjavík er til sölu glæsileg hæð með sér inngangi sem hefur verið innréttuð á afar fallegan máta, en það var myndlistakonan og hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sem sá um hönnunina. Hæðin telur alls 79 fm og er í snyrtilegu húsi sem reist var árið 1918. Alls eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi á hæðinni. 

Ásett verð er 77.500.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Njálsgata 5

Eignin hefur verið innréttuð á glæsilegan máta þar sem ljúf …
Eignin hefur verið innréttuð á glæsilegan máta þar sem ljúf litapalletta og fallegir húsmundir eru í forgrunni. Samsett mynd

Skólavörðustígur 36

Við Skólavörðustíg í Reykjavík er til sölu 164 fm íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum sem reist var árið 2021. Eignin hefur verið vandlega innréttuð á minimalískan máta þar sem fallegir húsmunir fá að njóta sín. Þá hefur eigninni verið skipt upp í tvær þriggja herbergja íbúðir.

Ásett verð er 255.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Skólavörðustígur 36

Fallegir húsmunir setja svip sinn á eignina sem hefur verið …
Fallegir húsmunir setja svip sinn á eignina sem hefur verið innréttuð á minimalískan máta. Samsett mynd

Ægisgata 10

Við Ægisgötu í Reykjavík er til sölu heillandi íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1954. Eignin telur alls 94 fm og hefur verið innréttuð á sérlega sjarmerandi máta þar sem falleg litapalletta er í forgrunni. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Ásett verð er 78.800.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Ægisgata 10

Mikill sjarmi er yfir íbúðinni sem gleður sannarlega augað.
Mikill sjarmi er yfir íbúðinni sem gleður sannarlega augað. Samsett mynd

Ljósvallagata 26

Við Ljósvallagötu í Reykjavík er til sölu 111 fm parhús á tveimur hæðum í sjarmerandi húsi sem reist var árið 1926. Eignin hefur verið innréttuð á skemmtilegan máta, en hún státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. 

Ásett verð er 114.900.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Ljósvallagata 26

Húsið er ekki síður heillandi að utan, en það var …
Húsið er ekki síður heillandi að utan, en það var reist árið 1926. Samsett mynd

Norðurstígur 5

Við Norðurstíg í Reykjavík er til sölu björt og sjarmerandi 83 fm íbúð á neðri hæð í fallegu tvíbýlishúsi sem reist var árið 1902. Eignin hefur mikinn karakter og hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Ásett verð er 73.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Norðurstígur 5

Íbúðin er skemmtileg með miklum karakter.
Íbúðin er skemmtileg með miklum karakter. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál